Íslendingur undirbýr matarmessu í Washington 17. október 2009 04:00 Baldvin Jónsson, lengst til vinstri á myndinni, hefur verið valinn í undirbúningsnefnd fyrir matarmessuna Fanzy Food Show sem verður haldin í Washington. Á myndinni eru hann og Siggi Hall með danska kokkinn Claus Henriksen á milli sín. Baldvin Jónsson hefur verið valinn í undirbúningsnefnd fyrir hina þekktu matarmessu Fanzy Food Show sem verður haldin í Washington árið 2011. „Auðvitað er þetta mikil viðurkenning. Það er afskaplega gaman að því þegar einhver tekur eftir því að maður er að gera eitthvað viturlegt en þetta er ekkert annað en vinna,“ segir Baldvin Jónsson. Hópurinn á að vinna að því að gera Washington að sælkeraborg Bandaríkjanna árið 2011 og er hátíðin hluti af þeirri áætlun. Sjö manns voru valdir í hópinn og er Baldvin eini útlendingurinn. „Það er ekki verið að velja núna Frakka, Spánverja eða Ítali. Það er verið að velja Íslendinga og það kitlar pínulítið hégómagirndina því ég hef verið mjög stoltur af íslenska matnum,“ segir hann. Baldvin er búsettur í Washington þar sem hann hefur unnið ötullega að kynningu íslenskrar matargerðar. Að auki hefur hann unnið að Food & Fun-hátíðinni í Reykjavík undanfarin ár ásamt Sigga Hall. Food & Fun hefur vakið mikla athygli utan landsteinanna, meðal annars í Washington. „Þeim finnst áhugavert það sem við erum að gera heima. Þar höfum við verið að tengja saman matreiðslumeistara víða að úr heiminum og við erum núna búin að fá þessa viðurkenningu,“ segir hann og bætir við að tímaritið Forbes hafi valið Food & Fun sem eina af fremstu matarhátíðum heimsins. Fanzy Food-sýningin hefur undanfarin ár verið haldin í New York en flyst til Washington 2011. „Fanzy Food-sýningin er risastór sýning sem gengur út á sælkeramat. Við höfum verið að reyna að ná fótfestu á þeim markaði og það er að takast. Við getum aldrei brauðfætt alheiminn en þurfum að finna hillur þar sem fólk kann að meta okkar afurðir og þær eru alltaf dýrar.“ freyr@frettabladid.is Food and Fun Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Már Gunnars genginn út Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fleiri fréttir Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða Sjá meira
Baldvin Jónsson hefur verið valinn í undirbúningsnefnd fyrir hina þekktu matarmessu Fanzy Food Show sem verður haldin í Washington árið 2011. „Auðvitað er þetta mikil viðurkenning. Það er afskaplega gaman að því þegar einhver tekur eftir því að maður er að gera eitthvað viturlegt en þetta er ekkert annað en vinna,“ segir Baldvin Jónsson. Hópurinn á að vinna að því að gera Washington að sælkeraborg Bandaríkjanna árið 2011 og er hátíðin hluti af þeirri áætlun. Sjö manns voru valdir í hópinn og er Baldvin eini útlendingurinn. „Það er ekki verið að velja núna Frakka, Spánverja eða Ítali. Það er verið að velja Íslendinga og það kitlar pínulítið hégómagirndina því ég hef verið mjög stoltur af íslenska matnum,“ segir hann. Baldvin er búsettur í Washington þar sem hann hefur unnið ötullega að kynningu íslenskrar matargerðar. Að auki hefur hann unnið að Food & Fun-hátíðinni í Reykjavík undanfarin ár ásamt Sigga Hall. Food & Fun hefur vakið mikla athygli utan landsteinanna, meðal annars í Washington. „Þeim finnst áhugavert það sem við erum að gera heima. Þar höfum við verið að tengja saman matreiðslumeistara víða að úr heiminum og við erum núna búin að fá þessa viðurkenningu,“ segir hann og bætir við að tímaritið Forbes hafi valið Food & Fun sem eina af fremstu matarhátíðum heimsins. Fanzy Food-sýningin hefur undanfarin ár verið haldin í New York en flyst til Washington 2011. „Fanzy Food-sýningin er risastór sýning sem gengur út á sælkeramat. Við höfum verið að reyna að ná fótfestu á þeim markaði og það er að takast. Við getum aldrei brauðfætt alheiminn en þurfum að finna hillur þar sem fólk kann að meta okkar afurðir og þær eru alltaf dýrar.“ freyr@frettabladid.is
Food and Fun Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Már Gunnars genginn út Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fleiri fréttir Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða Sjá meira