Enski boltinn

Wenger ætlar ekki að fara frá Arsenal

NordicPhotos/GettyImages

Arsene Wenger hefur vísað á bug fréttum þess efnis að hann muni taka við Real Madrid ef Florentino Perez nær kjöri í forsetakosningunum í sumar.

Wenger hefur legið undir umtalsverðri gagnrýni að undanförnu eftir að ljóst varð að Arsenal myndi ekki ná sér í titil fjórða árið í röð.

Hann ætlar hinsvegar að standa við samning sinn við félagið sem gildir fram í júní árið 2011.

"Ég ætla að standa við samninginn minn og ég mun láta vita ef það breytist eitthvað," sagði Wenger í samtali við Daily Mail.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×