Enski boltinn

Eduardo fór aftur í ökklauppskurð

NordicPhotos/GettyImages

Framherjinn Eduardo hjá Arsenal hefur gengist undir annan uppskurð á ökklanum sem fór úr lið eftir tæklinguna frægu frá Martin Taylor í febrúar í fyrra.

Aðgerðin var kölluð "minniháttar" og verður leikmaðurinn klár í slaginn í æfingabúðir Arsenal í sumar að sögn talsmanna Arsenal.

Eduardo var frá keppni í eitt ár eftir hryllingsbrotið forðum, en hefur eftir endurkomuna verið að glíma við meiðsli aftan í læri.

Hinn 25 ára gamli Eduardo gekk í raðir Arsenal frá Dinamo Zagreb fyrir ríflega sjö milljónir punda í júlí 2007. Hann hefur 24 sinnum verið í byrjunarliði Arsenal og hefur skorað 25 mörk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×