Enski boltinn

Enn einn heimasigur Burnley - Jóhannes Karl lék vel

Ómar Þorgeirsson skrifar
Jóhannes Karl ásam knattspyrnustjóranum Owen Coyle hjá Burnley.
Jóhannes Karl ásam knattspyrnustjóranum Owen Coyle hjá Burnley. Nordic photos/AFP

Nýliðar Burnley héldu sigurgöngu sinni áfram á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni með 3-1 sigri gegn Sunderland í dag.

Burnley hefur nú unnið alla þrjá heimaleiki sína til þessa. Varamaðurinn David Nugent stal senunni og skoraði tvö mörk fyrir Burnley og Graham Alexander skoraði eitt en Darren Bent skoraði mark gestanna.

Jóhannes Karl Guðjónsson kom inn á sem varamaður fyrir Chris McCann sem meiddist snemma leiks og Skagamaðurinn átti fínan leik fyrir Burnley.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×