Enski boltinn

Sunderland ætlar ekki að kaupa Cisse

NordicPhotos/GettyImages

Enska úrvalsdeildarfélagið Sunderland ætlar ekki að nýta sér ákvæði í lánssamningi framherjans Djibril Cisse og gera við hann varanlegan samning í sumar.

Frakkinn var á lánssamningi hjá Sunderland frá Marseille í vetur og skoraði 11 mörk í 38 leikjum fyrir félagið. Hann skoraði hinsvegar aðeins eitt mark í síðustu tólf leikjum sínum.

Talið er að Sunderland hefði möglega verið falur fyrir tíu milljónir punda, en Sunderland virðist ætla að leita annað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×