Enski boltinn

John Terry: Tvö ár milli titla er alltof langur tími

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
John Terry, fyrirliði Chelsea, með enska bikarinn.
John Terry, fyrirliði Chelsea, með enska bikarinn. Mynd/AFP

John Terry, fyrirliði Chelsea, viðurkenndi eftir sigurinn á Everton í bikarúrslitaleiknum í dag, að það hafi verið léttir fyrir Chelsea-liðið að vinna aftur titil.

„Það var alltof langur tími að bíða í tvö ár eftir titli. Við erum búnir að horfa upp á Manchester United og önnur lið vinna titil og það er gott að ná í einn sjálfir," sagði Terry.

„Lamps skoraði frábært sigurmark. Hann og Ash (Ashley Cole) hafa verið bestu leikmennirnir okkar á þessu tímabili," sagði Terry.

Terry sagði að Hiddink hafi verið rólegur og yfirvegaður í hálfleiksræðunni sem var síðasta ræðan sem hann hélt yfir liðinu.

„Við gáfum honum úr og skyrtu sem var árituð af öllum leikmönnum. Hann var mjög hrærður," sagði Terry en besta kveðjugjöfin var örugglega að vinna bikarinn í síðasta leik Guus Hiddink sem stjóra Chelsea.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×