Enski boltinn

David Moyes: Lampard skorar alltaf mikilvæg mörk

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
David Moyes og Guus Hiddink sjást hér stýra sínum liðum í dag.
David Moyes og Guus Hiddink sjást hér stýra sínum liðum í dag. Mynd/AFP

David Moyes, stjóri Everton, þurfti að horfa upp á tap sinna manna í bikarúrslitaleiknum í dag þrátt fyrir að komast yfir eftir aðeins 25 sekúndur.

Moyes hrósaði sínu liði fyrir góðan árangur þrátt fyrir að silfrið hafi verið niðurstaðan. „Þegar ég horfi til baka þá er ég að sjálfsögðu mjög ánægður með hversu langt liðið komst og að við fórum alla leið í úrslitaleikinn," sagði Moyes.

Sigur Chelsea var sanngjarn og Moyes tók undir það. „Chelsea var betra liðið í dag og ég get ekkert deilt um það," sagði Moyes sem hrósaði sérstaklega Lampard. "Lampard er stórstjarna og hann skorar alltaf mikilvæg mörk. Þetta sigurmark í dag er enn eitt dæmi um það," sagði Moyes.

Moyes hefur gert frábæra hluti með Everton þrátt fyrir að hafa úr litlum peningum að ráða og að í liðinu sé engin stórstjarna. „Liðið mitt hefur verið að bæta sig á hverju ári og við munum reyna að halda því áfram," sagði Moyes að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×