Enski boltinn

Silva: Það yrði erfitt að hafna United

Ómar Þorgeirsson skrifar
David Silva.
David Silva. Nordic photos/AFP

Spænski landsliðsmaðurinn David Silva hjá Valencia var sterklega orðaður við félagaskipti frá Spáni í sumar og stærstu félögin á Englandi sögðu áhugasöm að fá hann í sínar raðir.

Forráðamenn Valencia neituðu reyndar nokkrum kauptilboðum í leikmanninn en hann kveðst sjálfur vera ánægður á Spáni þó svo að áhugi frá Englandsmeisturum Manchester United hafi vitanlega iljað sér.

„Það er mikill heiður fyrir hvern leikmann að vera orðaður við félag á borð við Manchester United og það yrði erfitt að hafna tækifærinu á að fara þangað.

Eins og staðan er í dag er ég hins vegar ánægður með að vera leikmaður Valencia og draumurinn er að vinna titla fyrir félagið. Hvað gerist í framtíðinni kemur svo bara í ljós," er haft eftir Silva í götublaðinu The Sun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×