Enski boltinn

Cisse samdi við Panathinaikos

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Djibril Cisse í leik með Marseille.
Djibril Cisse í leik með Marseille. Nordic Photos / AFP

Franski sóknarmaðurinn Djibril Cisse hefur gengið frá fjögurra ára samningi við Panathinaikos í Grikklandi sem keypti hann frá Marseille á sjö milljónir punda.

Cisse var í láni hjá Sunderland í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og skoraði þá ellefu mörk í 38 leikjum.

Um þrjú þúsund stuðningsmenn gríska liðsins tóku á móti honum í Aþenu í gær. Mótttökurnar komu Cisse á óvart. „Ég hef ekki orðið vitni að öðru eins í mínu lífi," sagði hann. „Ekki átti ég von á þessu."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×