Enski boltinn

Preston vann Burnley

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jóhannes Karl Guðjónsson í leik með Burnley.
Jóhannes Karl Guðjónsson í leik með Burnley. Nordic Photos / Getty Images

Jóhannes Karl Guðjónsson og félagar í Burnley töpuðu í dag fyrir Preston í ensku B-deildinni, 2-1.

Jóhannes Karl var í byrjunarliði Burnley en var tekinn af velli á 66. mínútu. Það var sá sem kom inn á fyrir Jóhannes, Robbie Blake, sem skoraði eina mark Burnley í leiknum en Preston skoraði tvö mörk úr víti, það síðara undir lok leiksins.

Burnley er í sjöunda sæti deildarinnar með 43 stig eftir 28 leiki en Preston í því fjórða með 47 stig.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×