Enski boltinn

Blackburn semur við Suður-Afríkumann

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Van Heerden, til hægri, í leik með suður-afríska landsliðinu.
Van Heerden, til hægri, í leik með suður-afríska landsliðinu. Nordic Photos / AFP

Blackburn hefur gengið frá samningum við miðvallarleikmanninn Elrio van Heerden, landsliðsmanni frá Suður-Afríku. Hann kom án greiðslu frá Club Brugge í Belgíu.

Van Heerden er 25 ára gamall og hóf atvinnumannaferil sinn hjá FC Kaupmannahöfn í Danmörku. Hann skrifaði undir tveggja ára samning við Blackburn.

Sam Allardyce, stjóri Blackburn, vildi styrkja miðjuna í liði sínu þar sem Aaron Mokoena er farinn til Portsmouth og Tugay búinn að leggja skóna á hilluna.

Van Heerden hittir fyrir landa sinn, Benni McCarthy, hjá Blackburn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×