Enski boltinn

Yeung nálgast yfirtöku á Birmingham

Ómar Þorgeirsson skrifar
Carson Yeung.
Carson Yeung. Nordic photos/AFP

Samkvæmt heimildum Sky Sports fréttastofunnar er kaupsýslumaðurinn Carson Yeung frá Hong Kong nálægt yfirtöku á enska úrvalsdeildarfélaginu Birmingham.

Yeung hefur áður verið nefndur í samhengi við yfirtöku á Birmingham en er nú sagður hafa lagt fram nýtt kauptilboð upp á 81,5 milljónir punda með hjálp fjárfestingarfyrirtækisins Grandtop International Holdings og eigendurnir David Sullivan og David Gold eru tilbúnir að selja.

„Persónuleg skoðun mín er sú að ekki svo mikið beri á milli til þess að samningar náist," segir Gold í samtali við Sky Sports fréttastofuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×