Djimi Traore, fyrrum leikmaður Liverpool og leikmaður Portsmouth, er á leið aftur í franska fótboltann.
Samningur þessa 29 ára varnarmanns við Portsmouth rennur út í sumar og hann ku vera búinn að gera tveggja ára samning við Monaco.
Traore staðfesti við fjölmiðla að hann væri staddur í Mónakó þessa dagana. Hann staðfesti einnig að hann vildi fara aftur í franska boltann.
Hápunkturinn á ferli Traore var þegar hann vann Meistaradeildina með Liverpool.