Enski boltinn

Mark Hughes: Arsene Wenger kann ekki að tapa

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mark Hughes og Arsene Wenger ræða málin á með leiknum stóð.
Mark Hughes og Arsene Wenger ræða málin á með leiknum stóð. Mynd/AFP

Mark Hughes, stjóri Manchester City, var ekkert alltof sáttur með Arsene Wenger, stjóra Arsenal eftir að sá síðarnefndi neitaði að taka í höndina á honum eftir 3-0 sigur City á Arsenal í átta liða úrslitum enska deildarbikarsins í gær.

„Það er ákveðin vinnuregla hjá stjórum eftir leik og ég er mjög vonsvikinn því ég ber mikla virðingu fyrir Arsene. Hann hefði átt að sína sýna mér meiri virðingu," sagði Hughes.

„Þetta var algjör óþarfi. Hann kvartaði einu sinni yfir því að ég væri kominn inn á hans svæði sem pirraði hann en kannski var hann bara pirraður yfir því að tapa.

Ég hef samt tapað leik 2-6 á Emirates og samt boðið honum höndina eftir leik. Það er alltaf erfitt að tapa og það er enginn tapsárari en ég. Ég býð samt alltaf höndina eftir leik," sagði Mark Hughes.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×