Enski boltinn

Á frekar tvær vikur eftir en tvö ár

Paul Scholes
Paul Scholes AFP

Paul Scholes, miðjumaður Manchester United, sló á létta strengi þegar hann var spurður að því hvað hann teldi sig eiga inni nú þegar hann er kominn á efri ár sem atvinnumaður.

Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri lét nýverið hafa eftir sér að Scholes ætti minnst tvö ár eftir í fremstu röð, en Scholes vill ekki horfa svo langt fram í tímann.

"Tvö ár? Ætli það sé ekki nær tveimur mánuðum," sagði Scholes í léttum dúr við blaðamann Manchester Evening News.

"Ég hef ekki hugmynd um hvað ég á eftir. Við sjáum til eftir eitt ár þegar ég er búinn með samninginn. Þetta hefur liðið svo hratt," sagði Scholes.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×