Enski boltinn

Gerrard: Ég er loðinn eins og þýskur fjárhundur

Gerrard er tilbúinn að ganga langt fyrir Alex sína
Gerrard er tilbúinn að ganga langt fyrir Alex sína

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, segist ekki vera mikið fyrir vaxmeðferðir eins og kappar á borð við Cristiano Ronaldo. Hann segist þó vera tilbúinn að prófa ef konan hans Alex Curran skipar honum það.

Ef marka má breska blaðið Sun, er þó ekki víst að Gerrard yrði auðvelt verkefni fyrir snyrtifræðinginn.

"Hafið þið séð á mér afturendann? Ég er loðinn eins og þýskur fjárhundur. Ég er ekki viss um að ég hafi nógu háan sársaukaþröskuld í vaxið, en ég myndi gera það ef Alex bæði mig um það. Þá yrði ég að fara," sagði Gerrard.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×