Menningarverðlaun DV 2008 veitt Páll Baldvin Baldvinsson skrifar 6. mars 2009 06:00 Verðlaunagripurinn er hannaður af Huldu Hákon. Menningarverðlaun DV voru afhent síðla dags á miðvikudag í Iðnó. Menningarverðlaun blaðsins hafa í þrjá áratugi verið stór viðburður í íslensku menningarlífi þótt minna hafi farið fyrir þeim hin síðari ár eftir að DV missti stöðu sína á fjölmiðlamarkaði og upplag blaðsins dróst saman. Verðlaunin eru veitt fyrir einstakt framlag einstaklinga til menningarinnar, að mati dómnefndar í hverjum flokki. Að auki voru veitt netverðlaun og sérstök heiðursverðlaun sem forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti. Menningarverðlaun DV komu til sögunnar árið 1978 í framhaldi af gagnrýnendaverðlaunum sem kennd voru við Silfurlampann og Silfurhestinn og höfðu dottið upp fyrir. Helstu hvatamenn að stofnun þeirra voru þeir Jónas Kristjánsson ritstjóri, Ólafur Jónsson gagnrýnandi og Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur. Síðan hafa verðlaunin verið árviss að undanskildum tveimur árum sem þau féllu niður. Lengi vel voru verðlaunagripir sérhannaðir ár hvert en hin síðari ár hefur verðlaunagripurinn verið samur ár eftir ár, hannaður af listakonunni Huldu Hákon og kallast „Jónas“ eftir frumkvöðlinum, Jónasi Kristjánssyni, fyrrverandi ritstjóra DV en ber líka nokkurn svip af Jónasi Hallgrímssyni. Tilnefningar voru í átta flokkum og stóðu fagnefndir að þeim.Sigurvegarar voru:Í flokknum Kvikmyndir: Kjötborg eftir Helgu Rakel Rafnsdóttur og Huldu Rós Guðnadóttur.Í flokknum Hönnun: Katrín Ólína Pétursdóttir.Í flokknum Leiklist: Gunnar Eyjólfsson / Jónatan í Hart í bak.Í flokknum Fræði: Þorvaldur Gylfason / Prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, fyrir skrif um hagfræði og efnahagsmál í blöðum, tímaritum og bókum á síðustu áratugum.Í flokknum Bókmenntir: Rán eftir Álfrúnu Gunnlaugsdóttur.Í flokknum Myndlist: Bragi Ásgeirsson / Yfirlitssýning Augnasinfónía á Kjarvalsstöðum.Í flokknum Byggingarlist: Menntaskóli Borgarbyggðar – Arkitektar: Kurtogpí; Ásmundur Hrafn Sturluson, arkitekt FAÍ og Steinþór Kári Kárason, arkitekt FAÍ.Í flokknum Tónlist: Sinfóníuhljómsveit Íslands. n Heiðursverðlaunin hlaut Manfreð Vilhjálmsson arkitekt fyrir frábært framlag sitt til íslensks arkitektúrs.Samhliða verðlaununum var netkosning og fékk hljómsveitin Hjaltalín þau og er það í fyrsta sinn sem þau eru veitt. Bíó og sjónvarp Bókmenntir Leikhús Myndlist Tíska og hönnun Tónlist Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Menningarverðlaun DV voru afhent síðla dags á miðvikudag í Iðnó. Menningarverðlaun blaðsins hafa í þrjá áratugi verið stór viðburður í íslensku menningarlífi þótt minna hafi farið fyrir þeim hin síðari ár eftir að DV missti stöðu sína á fjölmiðlamarkaði og upplag blaðsins dróst saman. Verðlaunin eru veitt fyrir einstakt framlag einstaklinga til menningarinnar, að mati dómnefndar í hverjum flokki. Að auki voru veitt netverðlaun og sérstök heiðursverðlaun sem forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti. Menningarverðlaun DV komu til sögunnar árið 1978 í framhaldi af gagnrýnendaverðlaunum sem kennd voru við Silfurlampann og Silfurhestinn og höfðu dottið upp fyrir. Helstu hvatamenn að stofnun þeirra voru þeir Jónas Kristjánsson ritstjóri, Ólafur Jónsson gagnrýnandi og Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur. Síðan hafa verðlaunin verið árviss að undanskildum tveimur árum sem þau féllu niður. Lengi vel voru verðlaunagripir sérhannaðir ár hvert en hin síðari ár hefur verðlaunagripurinn verið samur ár eftir ár, hannaður af listakonunni Huldu Hákon og kallast „Jónas“ eftir frumkvöðlinum, Jónasi Kristjánssyni, fyrrverandi ritstjóra DV en ber líka nokkurn svip af Jónasi Hallgrímssyni. Tilnefningar voru í átta flokkum og stóðu fagnefndir að þeim.Sigurvegarar voru:Í flokknum Kvikmyndir: Kjötborg eftir Helgu Rakel Rafnsdóttur og Huldu Rós Guðnadóttur.Í flokknum Hönnun: Katrín Ólína Pétursdóttir.Í flokknum Leiklist: Gunnar Eyjólfsson / Jónatan í Hart í bak.Í flokknum Fræði: Þorvaldur Gylfason / Prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, fyrir skrif um hagfræði og efnahagsmál í blöðum, tímaritum og bókum á síðustu áratugum.Í flokknum Bókmenntir: Rán eftir Álfrúnu Gunnlaugsdóttur.Í flokknum Myndlist: Bragi Ásgeirsson / Yfirlitssýning Augnasinfónía á Kjarvalsstöðum.Í flokknum Byggingarlist: Menntaskóli Borgarbyggðar – Arkitektar: Kurtogpí; Ásmundur Hrafn Sturluson, arkitekt FAÍ og Steinþór Kári Kárason, arkitekt FAÍ.Í flokknum Tónlist: Sinfóníuhljómsveit Íslands. n Heiðursverðlaunin hlaut Manfreð Vilhjálmsson arkitekt fyrir frábært framlag sitt til íslensks arkitektúrs.Samhliða verðlaununum var netkosning og fékk hljómsveitin Hjaltalín þau og er það í fyrsta sinn sem þau eru veitt.
Bíó og sjónvarp Bókmenntir Leikhús Myndlist Tíska og hönnun Tónlist Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira