Enski boltinn

Maðurinn sem hélt Stoke í úrvalsdeildinni (myndband)

Rory Delap
Rory Delap NordicPhotos/GettyImages

Knattspyrnuliði Stoke City á Englandi hefur tekist að halda sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni og gott betur. Liðið er um miðja deild þegar ein umferð er eftir og það er árangur sem enginn hefði þorað að spá þegar leiktíðin hófst.

Strákarnir hans Tony Pulis hafa farið fram úr villtustu væntingum í vetur og það er ekki síst að þakka frammistöðu hins ótrúlega Rory Delap og fallbyssuinnköstum hans.

Stoke hefur skorað ófá mörkin eftir föst leikatriði í vetur og mörg þeirra eftir hættuleg innköst Delap, sem engum hefur tekist almennilega að eiga við.

Þessi taktík Stoke er ekki sú fallegasta í bransanum, en hún hefur sannarlega verið árangursrík.

"Stoke er með einn leikmann sem er frábær, en ég held að hann skjóti betur með höndunum en fótunum," sagði Luiz Felipe Scolari, fyrrum þjálfari Chelsea.

Rory Delap á skilið hrós fyrir frammistöðu sína með Stoke í vetur og hér má sjá myndband sem klippt hefur verið saman honum til heiðurs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×