Öll úrvalsdeildarliðin áfram Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. ágúst 2009 21:33 Steven Fletcher fagnar öðru marka sinna í kvöld. Nordic Photos / Getty Images Öll þau átta úrvalsdeildarlið sem voru í eldlínunni í ensku deildabikarkeppninni í kvöld komust áfram í þriðju umferð keppninnar. Leikur West Ham og Millwall var dramatískur en fyrir leik brutust út óeirðir þar sem einn maður hlaut stungusár. Hann er þó ekki talinn í lífshættu. Millwall náði forystunni á 26. mínútu með marki Neil Harris og var allt útlit fyrir að það myndi reynast sigurmark leiksins. Junior Stanislas náði svo að jafna metin á 87. mínútu eftir fyrirgjöf Julian Faubert. Stanislas kom svo West Ham yfir með marki úr vítaspyrnu í framlengingunni og Zavon Hines skoraði þriðja leikinn. Til að bæta gráu á svart hlupu áhorfendur inn á völlinn áður en leiknum lauk. Þó tókst að klára leikinn fyrir rest. Grétar Rafn Steinsson var á bekknum hjá Bolton sem vann 1-0 sigur á Tranmere á útivelli. Mark Davies skoraði mark Bolton undir lok fyrri hálfleiks. Reading tapaði fyrir Barnsley á heimavelli, 2-1. Brynjar Björn Gunnarsson lék allan leikinn fyrir Reading en Gylfi Sigurðsson var á bekknum. Sigurmarkið kom úr vítaspyrnu á fimmtu mínútu uppbótartíma leiksins. Heiðar Helguson kom ekki við sögu í 2-1 sigri QPR á Accrington Stanley á heimavelli. Staðan var markalaus í hálfleik. Þá vann Portsmouth 4-1 sigur á Hereford. Hermann Hreiðarsson er enn meiddur og var ekki í leikmannahópi Portsmouth. Þá vann Burnley 2-1 sigur á Hartlepool eftir að hafa lent undir. Steven Fletcher jafnaði metin á 84. mínútu leiksins fyrir Burnley og skoraði svo sigurmarkið í síðari hálfleik framlengingarinnar. Jóhannes Karl Guðjónsson lék allan leikinn fyrir Burnley. Ármann Smári Björnsson var á meðal áhorfenda í kvöld en hann samdi í dag við Hartlepool. Þá vann Blackburn sigur á Gillingham, 3-1. Hull vann Southend með sama mun og Wolves vann sigur á Swindon í vítaspyrnukeppni, 6-5, eftir markalausan framlengdan leik. Úrslit kvöldsins: Gillingham - Blackburn 1-3 Hartlepool - Burnley 1-2, eftir framlengdan leik Hull - Southend 3-1 Leeds - Watford 2-1, eftir framlengdan leik Nottingham Forest - Middlesbrough 2-1, eftir framlengdan leik Peterborough - Ipswich 2-1 Portsmouth - Hereford 4-1 Port Vale - Sheffield Wednesday 2-0 Preston - Leicester 2-1 QPR - Accrington Stanley 2-1 Reading - Barnley 1-2 Southampton - Birmingham 1-2 Swansea - Scunthorpe 1-2, eftir framlengdan leik Tranmere - Bolton 0-1 West Ham - Millwall 2-1, eftir framlengdan leik Wolves - Swindon 0-0, Wolves vann, 6-5, eftir vítaspyrnukeppni Enski boltinn Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Hefur eignast barn en þarf samt að sanna það að hún sé kona Sport Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Sjá meira
Öll þau átta úrvalsdeildarlið sem voru í eldlínunni í ensku deildabikarkeppninni í kvöld komust áfram í þriðju umferð keppninnar. Leikur West Ham og Millwall var dramatískur en fyrir leik brutust út óeirðir þar sem einn maður hlaut stungusár. Hann er þó ekki talinn í lífshættu. Millwall náði forystunni á 26. mínútu með marki Neil Harris og var allt útlit fyrir að það myndi reynast sigurmark leiksins. Junior Stanislas náði svo að jafna metin á 87. mínútu eftir fyrirgjöf Julian Faubert. Stanislas kom svo West Ham yfir með marki úr vítaspyrnu í framlengingunni og Zavon Hines skoraði þriðja leikinn. Til að bæta gráu á svart hlupu áhorfendur inn á völlinn áður en leiknum lauk. Þó tókst að klára leikinn fyrir rest. Grétar Rafn Steinsson var á bekknum hjá Bolton sem vann 1-0 sigur á Tranmere á útivelli. Mark Davies skoraði mark Bolton undir lok fyrri hálfleiks. Reading tapaði fyrir Barnsley á heimavelli, 2-1. Brynjar Björn Gunnarsson lék allan leikinn fyrir Reading en Gylfi Sigurðsson var á bekknum. Sigurmarkið kom úr vítaspyrnu á fimmtu mínútu uppbótartíma leiksins. Heiðar Helguson kom ekki við sögu í 2-1 sigri QPR á Accrington Stanley á heimavelli. Staðan var markalaus í hálfleik. Þá vann Portsmouth 4-1 sigur á Hereford. Hermann Hreiðarsson er enn meiddur og var ekki í leikmannahópi Portsmouth. Þá vann Burnley 2-1 sigur á Hartlepool eftir að hafa lent undir. Steven Fletcher jafnaði metin á 84. mínútu leiksins fyrir Burnley og skoraði svo sigurmarkið í síðari hálfleik framlengingarinnar. Jóhannes Karl Guðjónsson lék allan leikinn fyrir Burnley. Ármann Smári Björnsson var á meðal áhorfenda í kvöld en hann samdi í dag við Hartlepool. Þá vann Blackburn sigur á Gillingham, 3-1. Hull vann Southend með sama mun og Wolves vann sigur á Swindon í vítaspyrnukeppni, 6-5, eftir markalausan framlengdan leik. Úrslit kvöldsins: Gillingham - Blackburn 1-3 Hartlepool - Burnley 1-2, eftir framlengdan leik Hull - Southend 3-1 Leeds - Watford 2-1, eftir framlengdan leik Nottingham Forest - Middlesbrough 2-1, eftir framlengdan leik Peterborough - Ipswich 2-1 Portsmouth - Hereford 4-1 Port Vale - Sheffield Wednesday 2-0 Preston - Leicester 2-1 QPR - Accrington Stanley 2-1 Reading - Barnley 1-2 Southampton - Birmingham 1-2 Swansea - Scunthorpe 1-2, eftir framlengdan leik Tranmere - Bolton 0-1 West Ham - Millwall 2-1, eftir framlengdan leik Wolves - Swindon 0-0, Wolves vann, 6-5, eftir vítaspyrnukeppni
Enski boltinn Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Hefur eignast barn en þarf samt að sanna það að hún sé kona Sport Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Sjá meira