Enski boltinn

Daniel Agger verður tilbúinn í næstu viku

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Daniel Agger, miðvörður Liverpool.
Daniel Agger, miðvörður Liverpool. Mynd/AFP

Það eru góðar fréttir af Daniel Agger, miðverði Liverpool, sem er allur að braggast og ætti að vera orðinn tilbúinn í slaginn í næstu viku. Agger hefur verið að glíma við langvinn bakmeiðsli.

„Daniel Agger er mjög nálægt því að vera klár í slaginn. Hann getur spilað í dag en hann hefur verið meiddur og við verðum því að fara varlega með hann. Hann ætti að vera tilbúinn í næstu viku," sagði Rafael Benitez, stjóri Liverpool.

Það eru fleiri góðar fréttir af meiðslahrjáðu liði Liverpool því bæði Fabio Aurelio og Javier Mascherano eru orðnir góðir af sínum meiðslum. Þeir verða báðir með á móti West Ham um helgina.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×