Enski boltinn

Peter Kenyon að hætta sem stjórnarformaður Chelsea

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Peter Kenyon fagnar hér Gus Hiddink eftir að Chelsea vann enska bikarinn í vor.
Peter Kenyon fagnar hér Gus Hiddink eftir að Chelsea vann enska bikarinn í vor. Mynd/AFP

Peter Kenyon mun hætta sem stjórnarformaður Chelsea 31. október samkvæmt yfirlýsingu frá félaginu í dag. Kenyon hefur starfað hjá Chelsea í fimm og hálft ár en hann mun ekki yfirgefa félagið alveg heldur sinna áfram ýmsum öðrum störfum hjá félaginu eins og að kom fram fyrir hönd þess hjá UEFA.

Áður en Kenyon kom til Stamford Bridge þá hafði hann verið í sex ár hjá Manchester United þar af þrjú þeirra sem stjórnarformaður. Kenyon kom til Chelsea í febrúar 2004 í kjölfar þess að Rússinn Roman Abramovich eignaðist félagið.

Þeir félagar fóru á fullt að búa til stórlið á Brúnni og árið 2005 vann Chelsea sinn fyrsta meistaratitil frá árinu 1955. Enski titilinn vannst einnig árið eftir og liðið fór fimm sinnum í undanúrslit Meistaradeildarinnar á sex árum þar á meðal alla leið í úrslitaleikinn 2008. Chelsea hefur einnig unnið tvo bikarmeistaratitla og tvo deildarbikarmeistaratitla í tíð Peter Kenyon hjá félaginu.

„Ég er mjög stoltur af tíma mínum hjá Chelsea og af þeim fjölmörgum vinsamböndum sem ég hef myndað hér. Ég er búinn að vera í fótbolta í fimmtán ár og ég hef sat það fullviss að ánægjan og reynsla mín hafi verið ein sú besta á minni ævi," sagði Peter Kenyon í yfirlýsingu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×