Enski boltinn

Ferguson: Rio mun koma til

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sir Alex og Rio á blaðamannafundi.
Sir Alex og Rio á blaðamannafundi.

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, hefur engar áhyggjur af Rio Ferdinand þó svo hann hafi ekki spilað sérstaklega vel í upphafi leiktíðar og uppskorið mikla gagnrýni.

„Það kemur alltaf upp hjá þessu félagi að þegar stjörnuleikmenn liðsins eiga slæma leiki þá kemur mikil gagnrýni," sagði Ferguson en Rio mun ekki geta spilað með liðinu í Meistaradeildinni á morgun vegna meiðsla.

„Það líkar engum vel við gagnrýni. Við viljum öll vera elskuð og fá handlegg utan um öxlina á okkur. Rio mun koma til."

Ferdinand verður 31 árs gamall um helgina og sumir gagnrýnendur hafa gengið svo langt að halda því fram að bestu dagar hans séu liðnir.

„Ég hef engar áhyggjur af hæfileikum hans og gæðum. Hann hefur verið að spila með meiðsli og það er aldrei gott. Við reynum að koma honum í rétt stand og þá verður hann betri," sagði Ferguson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×