Enski boltinn

Ballack framlengdi við Chelsea

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ballack með Drogba.
Ballack með Drogba. Nordic Photos/Getty Images

Þjóðverjinn Michael Ballack hefur framlengt samning sinn við Chelsea um eitt ár eða fram á næsta sumar.

Hinn 32 ára Þjóðverji hefur verið í viðræðum við félagið síðustu vikur og þær hafa loks borið árangur.

„Ég er mjög ánægður með að vera áfram hérna. Það var alltaf vilji minn að vera hjá Chelsea fram að HM 2010," sagði Ballack eftir undirskriftina.

Ballack var meiddur framan af síðasta tímabili en kom svo inn og lagði sitt af mörkum til þess að Chelsea ynni enska bikarinn.

„Tímabilið endaði frábærlega hjá okkur og við bíðum allir spenntir eftir næsta tímabili þar sem við stefnum á að gera enn betur með nýjum stjóra."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×