Enski boltinn

Owen stefnir á landsliðið

Elvar Geir Magnússon skrifar
Nordic Photos/Getty Images
Nordic Photos/Getty Images

Michael Owen hefur sett stefnuna á að endurheimta sæti sitt í enska landsliðinu. Owen hefur farið neðar í goggunarröðinni síðan Fabio Capello tók við enska liðinu.

Owen vonar að félagaskipti sín í Manchester United muni hjálpa sér að brjótast inn í enska landsliðið.

„Ég er að fara að spila með frábærum leikmönnum hjá Manchester United og ég held að þeir muni hjálpa mér mikið að standa mig. Ég er kominn með 89 landsleiki og ætla mér að bæta við þá tölu," sagði Owen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×