Innlent

Ekki hugmynd um styrkina

Kjartan Gunnarsson
Kjartan Gunnarsson

Kjartan Gunnarsson, þáverandi varaformaður bankaráðs Landsbankans, segist ekki hafa hugmynd um hvaða stjórnmálamenn voru styrktir af bankanum árið 2006. Hann segist heldur ekki vita hversu margir frambjóðendur voru styrktir eða hve mikið var veitt í heildina.

Ekki náðist í Bjarna Ármansson, þáverandi forstjóra Glitnis, en heimildir í hans herbúðum fullyrða að Glitnir hafi alls ekki styrkt einstaka stjórnmálamenn árið 2006, einungis stjórnmálaflokkana sjálfa.

Ekki náðist í þáverandi forsvarsmenn Kaupþings. - kóþ

















Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×