Al Pacino til liðs við Shakespeare 5. febrúar 2009 06:00 Lér Al Pacino leikur Lé konung í mynd Michaels Radford. Pacino finnst hann nú vera orðinn nógu gamall til að taka að sér hlutverkið. Al Pacino hyggst bregða sér í líki Lés konungs, eins af þekktustu persónum Williams Shakespeare. Í þessu sígilda leikriti er sagt frá konungi sem þarf að skipta upp ríkidæmi sínu á milli þriggja dætra sinna. Lér ákveður að hafa þann háttinn á að sú sem elskar hann mest fær allt. Tvær af dætrum Lés flaðra upp um hann og dekra við hann með öllum hætti en sú þriðja neitar að taka þátt í leiknum. Hún er síðan gerð arflaus, Kóngurinn dagar hins vegar uppi óhamingjusamur og vansæll. Pacino hefur áður daðrað við Shakespeare, lék meðal annars í kvikmyndunum Kaupmaður í Feneyjum og Looking for Richard. Stórleikaranum hefur áður verið boðið hlutverkið en sjálfum hefur Pacino ekki fundist hann nógu gamall í það. Pacino veitir ekkert af að hressa aðeins upp á ferilinn hjá sér enda hefur hann ekki verið merkilegur að undanförnu. Kvikmyndir hans hafa flest allar verið skotnar niður og þessi mikli gæðaleikari þarf heldur betur vind í seglinn. Leikstjórinn Michael Radford hefur verið ráðinn til að leikstýra en hann er þekktastur fyrir konfektmolana sína Il Postino og áðurnefndan Kaupmann í Feneyjum. Samkvæmt bíósíðu Empire verður myndin búningadrama af bestu gerð, hún verði svipuð og Kaupmaðurinn í útliti. Þetta þýðir því að hún muni ekki gerast á þeim tíma sem Lér konungur ríkti en það var fyrir tíma Rómverja í Bretlandi. Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Fleiri fréttir Staupasteinsstjarna er látin Gurra og Georg hafa eignast litla systur Joe Don Baker látinn Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Al Pacino hyggst bregða sér í líki Lés konungs, eins af þekktustu persónum Williams Shakespeare. Í þessu sígilda leikriti er sagt frá konungi sem þarf að skipta upp ríkidæmi sínu á milli þriggja dætra sinna. Lér ákveður að hafa þann háttinn á að sú sem elskar hann mest fær allt. Tvær af dætrum Lés flaðra upp um hann og dekra við hann með öllum hætti en sú þriðja neitar að taka þátt í leiknum. Hún er síðan gerð arflaus, Kóngurinn dagar hins vegar uppi óhamingjusamur og vansæll. Pacino hefur áður daðrað við Shakespeare, lék meðal annars í kvikmyndunum Kaupmaður í Feneyjum og Looking for Richard. Stórleikaranum hefur áður verið boðið hlutverkið en sjálfum hefur Pacino ekki fundist hann nógu gamall í það. Pacino veitir ekkert af að hressa aðeins upp á ferilinn hjá sér enda hefur hann ekki verið merkilegur að undanförnu. Kvikmyndir hans hafa flest allar verið skotnar niður og þessi mikli gæðaleikari þarf heldur betur vind í seglinn. Leikstjórinn Michael Radford hefur verið ráðinn til að leikstýra en hann er þekktastur fyrir konfektmolana sína Il Postino og áðurnefndan Kaupmann í Feneyjum. Samkvæmt bíósíðu Empire verður myndin búningadrama af bestu gerð, hún verði svipuð og Kaupmaðurinn í útliti. Þetta þýðir því að hún muni ekki gerast á þeim tíma sem Lér konungur ríkti en það var fyrir tíma Rómverja í Bretlandi.
Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Fleiri fréttir Staupasteinsstjarna er látin Gurra og Georg hafa eignast litla systur Joe Don Baker látinn Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira