Hof Lilju Pálma í Skagafirði tilnefnt til virtra verðlauna Júlía Margrét Alexandersdóttir skrifar 13. febrúar 2009 06:30 Hof vekur athygli. Það eru ekki síður ferðamenn en arkitektarmafían sem hefur áhuga á húsinu í Skagafirði. „Ertu að grínast? En skemmtilegt!“ segir Lilja Pálmadóttir, ábúandi á Hofi í Skagafirði. Hús hennar og eiginmannsins, Baltasars Kormáks, hefur verið tilnefnt til Mies van der Rohe-verðlaunanna í ár. Lilja vissi ekki af tilnefningunni þegar blaðamaður hringdi í hana en þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem Hof hlýtur tilnefningar eða verðlaun á alþjóðagrundu arkitektúrs. Verðlaunin eru nefnd eftir hinum heimsfræga arkitekt Mies van der Rohe, sem talinn er einn af frumkvöðlum nútímaarkitektúrs og er þekktastur fyrir stíl sem kenndur er við „minna er meira“ og kenningar Gustaves Flaubert um að guð búi í smáatriðunum.Lilja Pálmadóttir.„Þegar lögð er svona mikil hugsun og alúð í einhverja hönnun þá er þetta kannski bara rökrétt afleiðing af því. Það var hins vegar aldrei lagt upp með að vera að gera einhver verðlaunahús heldur var hugsunin sú að ég vildi byggja gott hús sem fullnægði þörfum fjölskyldunnar og væri í sambandi við náttúruna í kringum sig,“ segir Lilja en húsið var teiknað og unnið af Studio Granda í samráði við Lilju. „En svo vönduðum við okkur auðvitað alveg rosalega og það var ekkert verið að tjalda til eins vetrar þarna. Við gáfum okkur góðan tíma í að þaulhugsa þetta allt þar til allir voru orðnir sáttir, bæði arkitektinn og ég.“ Hönnun og hugmyndavinna hússins tók tvö ár og svo var það tvö ár í smíði en fjölskyldan flutti inn í það árið 2006. Sérstök hús á Íslandi vekja oft athygli ferðamanna og Lilja segir að nokkuð sé um ásókn fólks að koma nær og skoða. „Við græðum á því að húsið er þarna norður í Skagafirði, þannig að það er smá hindrun í því en jú, það er svolítil umferð af fólki.“ 340 hús víðs vegar um Evrópu eru tilnefnd til verðlaunanna en síðar í vor verður tilkynnt um hvaða hús komast í lokagrúppuna. Lilja segir að húsið eigi sannarlega skilið að komast alla leið. „Arkitekt þess, Steve Christer, hjá Studio Granda, er súperarkitekt.“ Studio Granda hefur áður fengið tilnefningar til verðlaunanna en Steve Christer, eigandi stofunnar og aðalhönnuður hússins, segir að húsið hafi vakið mikla athygli víðs vegar að úr heiminum. „Ég er nú hálfhissa, verð ég að segja, á þessum miklu viðbrögðum við Hofi því við höfum síður en svo flaggað því og svo er það ágætlega falið fyrir norðan. Hins vegar virðist heimasíðan okkar vera vel vöktuð af spekúlöntum og þar hafa þeir fundið húsið.“ Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Andri Björns stendur vaktina allar helgar Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Sjá meira
„Ertu að grínast? En skemmtilegt!“ segir Lilja Pálmadóttir, ábúandi á Hofi í Skagafirði. Hús hennar og eiginmannsins, Baltasars Kormáks, hefur verið tilnefnt til Mies van der Rohe-verðlaunanna í ár. Lilja vissi ekki af tilnefningunni þegar blaðamaður hringdi í hana en þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem Hof hlýtur tilnefningar eða verðlaun á alþjóðagrundu arkitektúrs. Verðlaunin eru nefnd eftir hinum heimsfræga arkitekt Mies van der Rohe, sem talinn er einn af frumkvöðlum nútímaarkitektúrs og er þekktastur fyrir stíl sem kenndur er við „minna er meira“ og kenningar Gustaves Flaubert um að guð búi í smáatriðunum.Lilja Pálmadóttir.„Þegar lögð er svona mikil hugsun og alúð í einhverja hönnun þá er þetta kannski bara rökrétt afleiðing af því. Það var hins vegar aldrei lagt upp með að vera að gera einhver verðlaunahús heldur var hugsunin sú að ég vildi byggja gott hús sem fullnægði þörfum fjölskyldunnar og væri í sambandi við náttúruna í kringum sig,“ segir Lilja en húsið var teiknað og unnið af Studio Granda í samráði við Lilju. „En svo vönduðum við okkur auðvitað alveg rosalega og það var ekkert verið að tjalda til eins vetrar þarna. Við gáfum okkur góðan tíma í að þaulhugsa þetta allt þar til allir voru orðnir sáttir, bæði arkitektinn og ég.“ Hönnun og hugmyndavinna hússins tók tvö ár og svo var það tvö ár í smíði en fjölskyldan flutti inn í það árið 2006. Sérstök hús á Íslandi vekja oft athygli ferðamanna og Lilja segir að nokkuð sé um ásókn fólks að koma nær og skoða. „Við græðum á því að húsið er þarna norður í Skagafirði, þannig að það er smá hindrun í því en jú, það er svolítil umferð af fólki.“ 340 hús víðs vegar um Evrópu eru tilnefnd til verðlaunanna en síðar í vor verður tilkynnt um hvaða hús komast í lokagrúppuna. Lilja segir að húsið eigi sannarlega skilið að komast alla leið. „Arkitekt þess, Steve Christer, hjá Studio Granda, er súperarkitekt.“ Studio Granda hefur áður fengið tilnefningar til verðlaunanna en Steve Christer, eigandi stofunnar og aðalhönnuður hússins, segir að húsið hafi vakið mikla athygli víðs vegar að úr heiminum. „Ég er nú hálfhissa, verð ég að segja, á þessum miklu viðbrögðum við Hofi því við höfum síður en svo flaggað því og svo er það ágætlega falið fyrir norðan. Hins vegar virðist heimasíðan okkar vera vel vöktuð af spekúlöntum og þar hafa þeir fundið húsið.“
Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Andri Björns stendur vaktina allar helgar Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Sjá meira