Hof Lilju Pálma í Skagafirði tilnefnt til virtra verðlauna Júlía Margrét Alexandersdóttir skrifar 13. febrúar 2009 06:30 Hof vekur athygli. Það eru ekki síður ferðamenn en arkitektarmafían sem hefur áhuga á húsinu í Skagafirði. „Ertu að grínast? En skemmtilegt!“ segir Lilja Pálmadóttir, ábúandi á Hofi í Skagafirði. Hús hennar og eiginmannsins, Baltasars Kormáks, hefur verið tilnefnt til Mies van der Rohe-verðlaunanna í ár. Lilja vissi ekki af tilnefningunni þegar blaðamaður hringdi í hana en þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem Hof hlýtur tilnefningar eða verðlaun á alþjóðagrundu arkitektúrs. Verðlaunin eru nefnd eftir hinum heimsfræga arkitekt Mies van der Rohe, sem talinn er einn af frumkvöðlum nútímaarkitektúrs og er þekktastur fyrir stíl sem kenndur er við „minna er meira“ og kenningar Gustaves Flaubert um að guð búi í smáatriðunum.Lilja Pálmadóttir.„Þegar lögð er svona mikil hugsun og alúð í einhverja hönnun þá er þetta kannski bara rökrétt afleiðing af því. Það var hins vegar aldrei lagt upp með að vera að gera einhver verðlaunahús heldur var hugsunin sú að ég vildi byggja gott hús sem fullnægði þörfum fjölskyldunnar og væri í sambandi við náttúruna í kringum sig,“ segir Lilja en húsið var teiknað og unnið af Studio Granda í samráði við Lilju. „En svo vönduðum við okkur auðvitað alveg rosalega og það var ekkert verið að tjalda til eins vetrar þarna. Við gáfum okkur góðan tíma í að þaulhugsa þetta allt þar til allir voru orðnir sáttir, bæði arkitektinn og ég.“ Hönnun og hugmyndavinna hússins tók tvö ár og svo var það tvö ár í smíði en fjölskyldan flutti inn í það árið 2006. Sérstök hús á Íslandi vekja oft athygli ferðamanna og Lilja segir að nokkuð sé um ásókn fólks að koma nær og skoða. „Við græðum á því að húsið er þarna norður í Skagafirði, þannig að það er smá hindrun í því en jú, það er svolítil umferð af fólki.“ 340 hús víðs vegar um Evrópu eru tilnefnd til verðlaunanna en síðar í vor verður tilkynnt um hvaða hús komast í lokagrúppuna. Lilja segir að húsið eigi sannarlega skilið að komast alla leið. „Arkitekt þess, Steve Christer, hjá Studio Granda, er súperarkitekt.“ Studio Granda hefur áður fengið tilnefningar til verðlaunanna en Steve Christer, eigandi stofunnar og aðalhönnuður hússins, segir að húsið hafi vakið mikla athygli víðs vegar að úr heiminum. „Ég er nú hálfhissa, verð ég að segja, á þessum miklu viðbrögðum við Hofi því við höfum síður en svo flaggað því og svo er það ágætlega falið fyrir norðan. Hins vegar virðist heimasíðan okkar vera vel vöktuð af spekúlöntum og þar hafa þeir fundið húsið.“ Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Sjá meira
„Ertu að grínast? En skemmtilegt!“ segir Lilja Pálmadóttir, ábúandi á Hofi í Skagafirði. Hús hennar og eiginmannsins, Baltasars Kormáks, hefur verið tilnefnt til Mies van der Rohe-verðlaunanna í ár. Lilja vissi ekki af tilnefningunni þegar blaðamaður hringdi í hana en þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem Hof hlýtur tilnefningar eða verðlaun á alþjóðagrundu arkitektúrs. Verðlaunin eru nefnd eftir hinum heimsfræga arkitekt Mies van der Rohe, sem talinn er einn af frumkvöðlum nútímaarkitektúrs og er þekktastur fyrir stíl sem kenndur er við „minna er meira“ og kenningar Gustaves Flaubert um að guð búi í smáatriðunum.Lilja Pálmadóttir.„Þegar lögð er svona mikil hugsun og alúð í einhverja hönnun þá er þetta kannski bara rökrétt afleiðing af því. Það var hins vegar aldrei lagt upp með að vera að gera einhver verðlaunahús heldur var hugsunin sú að ég vildi byggja gott hús sem fullnægði þörfum fjölskyldunnar og væri í sambandi við náttúruna í kringum sig,“ segir Lilja en húsið var teiknað og unnið af Studio Granda í samráði við Lilju. „En svo vönduðum við okkur auðvitað alveg rosalega og það var ekkert verið að tjalda til eins vetrar þarna. Við gáfum okkur góðan tíma í að þaulhugsa þetta allt þar til allir voru orðnir sáttir, bæði arkitektinn og ég.“ Hönnun og hugmyndavinna hússins tók tvö ár og svo var það tvö ár í smíði en fjölskyldan flutti inn í það árið 2006. Sérstök hús á Íslandi vekja oft athygli ferðamanna og Lilja segir að nokkuð sé um ásókn fólks að koma nær og skoða. „Við græðum á því að húsið er þarna norður í Skagafirði, þannig að það er smá hindrun í því en jú, það er svolítil umferð af fólki.“ 340 hús víðs vegar um Evrópu eru tilnefnd til verðlaunanna en síðar í vor verður tilkynnt um hvaða hús komast í lokagrúppuna. Lilja segir að húsið eigi sannarlega skilið að komast alla leið. „Arkitekt þess, Steve Christer, hjá Studio Granda, er súperarkitekt.“ Studio Granda hefur áður fengið tilnefningar til verðlaunanna en Steve Christer, eigandi stofunnar og aðalhönnuður hússins, segir að húsið hafi vakið mikla athygli víðs vegar að úr heiminum. „Ég er nú hálfhissa, verð ég að segja, á þessum miklu viðbrögðum við Hofi því við höfum síður en svo flaggað því og svo er það ágætlega falið fyrir norðan. Hins vegar virðist heimasíðan okkar vera vel vöktuð af spekúlöntum og þar hafa þeir fundið húsið.“
Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Sjá meira