Enski boltinn

HM á Englandi 2018?

Elvar Geir Magnússon skrifar

Þýska goðsögnin Franz Beckenbauer segir að Englendingar séu tilbúnir að halda heimsmeistaramótið strax á morgun. Beckenbauer situr í nefnd á vegum FIFA sem ákveður mótshaldara fyrir HM 2018 og 2022.

Í viðtali við tímariti í Ástralíu sagði Beckenbauer að hann vildi að mótið yrði haldið í Evrópu 2018. Þar nefndi hann England sérstaklega sem vænlegan stað enda margir frábærir leikvangar í landinu.

HM 2010 verður í Suður-Afríku og fjórum árum seinna verður leikið í Brasilíu. Beckenbauer telur rétt að 2018 verði leikið í Evrópu og sagði svo Ástralíu vænlegan stað fyrir keppnina 2022.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×