Enski boltinn

Scudamore óánægður með framkomu Adebayor

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Richard Scudamore.
Richard Scudamore. Nordic Photos / Getty Images
Richard Scudamore, framkvæmdarstjóri ensku úrvalsdeildarinnar, er allt annað en ánægður með framkomu Emmanuel Adebayor nú um helgina.

Adebayor fagnaði marki sínu með Manchester City gegn sínu gamla félagi, Arsenal, með því að hlaupa völlinn endilangan og fagna fyrir framan stuðningsmenn Arsenal.

Honum var einnig gefið að sök að hafa traðkað á Robin van Persie, leikmanni Arsenal, í leiknum.

Enska knattspyrnusambandið hefur frest til klukkan 17.00 í dag til að refsa Adebayor fyrir annað eða bæði atvikin. Ef hann verður fundinn sekur gæti hann átt von á sex leikja banni.

„Við fengum tvo frábæra daga um helgina þar sem margir góður knattspyrnuleikir fóru fram," sagði Scudamore. „En fyrirsagnirnar í blöðunum snerust allar um þetta atvik. Svona atvik, hvort sem þau eiga sér stað innan vallar eða utan, bæta ekki ímynd knattspyrnunnar eða deildarinnar."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×