Innlent

Púlsinn tekinn á Evrópumálum að loknum kvöldfréttum

Fréttastofan mun taka púlsinn á stefnu stjórnmálaflokkanna í Evrópumálum og krefja þá um rök þeirra fyrir þeirra stefnu í ítarlegu spjalli Heimis Más Péturssonar og Sólveigar Bergmann við frambjóðendur allra flokka strax að loknum kvöldfréttum á Stöð 2.



Eftirtaldir aðilar verða viðstaddir umræðurnar:

Illugi Gunnarsson mætir fyrir Sjálfstæðisflokkinn

Árni Páll Árnason mætir fyrir Samfylkinguna

Katrín Jakobsdóttir mætir fyrir VG

Siv Friðleifsdóttir mætir fyrir Framsóknarflokkinn

Kolbrún Stefánsdóttir mætir fyrir Frjálslynda flokkinn

Lilja Skaptadóttir mætir fyrir Borgarahreyfinguna

Haukur Haraldsson mætir fyrir Lýðræðishreyfinguna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×