Innlent

Yfir hálfur milljarður tapast vegna Laugavegs 4 og 6

Laugavegur 4 og 6.
Laugavegur 4 og 6.

Tap Reykjavíkurborgar vegna uppkaupa húsanna við Laugaveg 4 og 6 fyrir ári síðan verður meira en 500 milljónir króna. Kostnaðurinn við uppkaupin er orðinn hátt í 700 milljónir en þetta kemur fram í bókun Samfylkingarinnar í borgarráði í dag.

Borgarstjóri svaraði spurningum Samfylkingarinnar um kostnað við húsin en tilefni fyrirspurnarinnar var sú að lítið fé var til verkefnisins í fjárhagsáætlun ársins og því ljóst að húsið stæði óhreyft fram til ársins 2010 eins og segir í tilkynningu frá Samfylkingunni vegna málsins.

Þar kemur einnig fram að í svörum borgarstjóra komi fram að lagt verði til að 100 milljónum verði varið í að gera húsin tilbúin undir tréverk.

„Af gögnum málsins er ljóst að tap borgarinnar vegna uppkaupa húsanna fyrir ári síðan verður meira en 500 milljónir," segir í tilkynningunni.

Þá hefur 580 milljóna króna kaupverð verið uppreiknað miðað við verðbætur og 4% vexti.

„Nú er ljóst að 100 milljónum á að verja í ytra byrði húsanna og gera húsin tilbúin undir tréverk. Þá er ótalinn kostnaður við að flytja Laugaveg 6 af staðnum þegar byggt verður á baklóðinni - og til baka þegar þeirri uppbyggingu er lokið, einsog áform meirihlutans gera ráð fyrir. Því er ljóst að jafnvel þó húsin yrðu leigð út eða seld á næstu árum fyrir hámarksverð er ljóst að fórnarkostnaður Reykjavíkurborgar verður töluvert yfir hálfum milljarði króna vegna hinna makalausu kaupa á Laugavegi 4 og 6. Allt vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn vildi stöðva friðun húsanna sem þá var í formlegu ferli."Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.