Innlent

Sjálfstæðismenn gagnrýndu forseta Alþingis

Samfylkingarmaðurinn Guðbjartur Hannesson er forseti Alþingis.
Samfylkingarmaðurinn Guðbjartur Hannesson er forseti Alþingis. MYND/GVA
Sjálfstæðismenn gagnrýndu fundarstjórn Guðbjarts Hannessonar, forseta Alþingis, í upphafi þingfundar í dag. Þingmennirnir Arnbjörg Sveinsdóttir, Ásta Möller og Pétur Blöndal sögðust öll hafa viljað leggja óundirbúnar fyrirspurnir fyrir ráðherra en sá liður var ekki á dagskrá né sérstök umræða um störf þingsins. Arnbjörg sagði forseta umturna öllum venjum í þinginu með því að hafa hvorugan liðin á dagskrá.

Guðbjartur sagði mikilvægt að störf þingins haldi fram og því hafi hann ákveðið að sleppa þessum dagskrárliðum að þessu sinni. „Það er auðvitað kominn sá tími sem við þurfum að fara að ljúka þinginu."

Í hádeginu hyggst Guðbjartur funda með formönnum þingflokka til að fara yfir fundarhöldin í dag og reyna að ná samkomulagi svo hægt verði að ljúka yfirstandandi vetrarþingi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×