Innlent

Þurfum aukna tekjuöflun og aðhald í ríkisrekstri

Steingrímur sagði að treysta þyrfti á blandaða leið aukinnar tekjuöflunar og aðhalds til að takast á við fjárlagahallan. Mynd/ Pjetur.
Steingrímur sagði að treysta þyrfti á blandaða leið aukinnar tekjuöflunar og aðhalds til að takast á við fjárlagahallan. Mynd/ Pjetur.
Steingrímur Sigfússon fjármálaráðherra sagði við eldhúsdagskrárumræður í kvöld að starfsöm og samhent ríkisstjórn hefði tekið við 1. febrúar. Hún  hefði komið miklu í verk eftir að nýfrjálshyggja Sjálfstæðisflokksins hafði beðið skipbrot eftir átján ára stjórnarsetu.

Steingrímur sagði þó að mörg erfið verkefni væru framundan. Nefndi hann sem dæmi endurreisn bankanna og að takast á við atvinnuleysið. Hann sagði að það yrði jafnframt erfitt að takast á við fjárlagahallann. Það yrði gert með blandaðri leið tekjuöflunar og aðhalds í ríkisrekstri.

Þá sagði Steingrímur mikilvægt að verja velferðarkerfið eins og kostur væri þannig að þeir sem væru aflögufærir myndu leggja eitthvað af mörkum en ekki þeir sem stæðu höllustum fæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×