Lífið

Stærsta vika ársins hafin: Eplaballið á fimmtudaginn

Skólalíf skrifar
Kvennaskólinn í Reykjavík.
Kvennaskólinn í Reykjavík.
Stærsta vika ársins í Kvennaskólanum, hin svokallaða Eplavika, hófst með pompi og prakt í gær. Dagskrá vikunnar er þétt skipuð, en meðal þess sem fyrir augu nemenda ber eru t.d. tónlistarmennirnir Ingó Veðurguð og félagarnir í Bróður Svartúlfs.

Þá má einnig nefna að nýtt lukkudýr skólans verður frumsýnt og nemendum gefst kostur á Dodgeball-móti, spunakeppni og sundlaugarpartí, að ógleymdum Epladeginum sjálfum. Þá mæta Kvennskælingar í rauðu, og sá rauðasti er krýndur Rauðkumeistari Kvennaskólans og fær sá hinn sami frían miða á Eplaballið sjálft um kvöldið.

Ballið er einn stærsti viðburður Kvennaskólans, og er því til klukkan tvö um nóttina, en ekki til eitt eins og jafnan tíðkast. Hljómsveitirnar Ultra Mega Technobandið Stefán og FM Belfast sjá um að halda uppi stuðinu á ballinu. Samkvæmt heimildum Skólalífs eru aðeins um 50 miðar eftir á ballið, sem haldið verður á Broadway, svo ljóst þykir að seljist upp.

Hægt er að lesa nánar um Eplavikuna á heimasíðu nemendafélagsins Keðjunnar hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×