EINAR MÁR OG GUNNAR BJARNI SNÚA BÖKUM SAMAN 7. nóvember 2009 06:00 einar már og gunnar bjarni Einar Már og Gunnar Bjarni hafa sent frá sér plötuna Sjaldgæfir fuglar.fréttablaðið/vilhelm Rithöfundurinn Einar Már Guðmundsson og gítarleikarinn Gunnar Bjarni Ragnarsson hafa snúið bökum saman og sent frá sér plötuna Sjaldgæfir fuglar. „Þetta er bara ekta pönk, að gera hlutina með stemninguna og sköpunarkraftinn að vopni," segir Einar Már. Hann hefur í félagi við Gunnar Bjarna Ragnarsson, gítarleikara Jet Black Joe, gefið út plötuna Sjaldgæfir fuglar. Þar spilar Gunnar Bjarni ásamt blússveitinni Johnny and the Rest, með Hrafnkel, son Einars Más innanborðs, lög við ljóð skáldsins. Flest lögin eru eftir Gunnar Bjarna, sem sá einnig um allar útsetningar. Vinnan við plötuna tók um það bil tvo mánuði og voru lögin spiluð af fingrum fram með gömlum hljóðfærum úr eigu gítarleikarans til þess að ná upp rétta andrúmsloftinu. Þrátt fyrir að samstarf þeirra Einars Más og Gunnars Bjarna sé harla óvenjulegt virðast þeir hafa smollið vel saman. „Ég vissi mjög vel af tónlist Gunnars. Þegar hann kom til liðs við mig fannst mér það gott val því ég hef alltaf fílað Jet Black Joe og hvað lögin þeirra hafa lifað tímans tönn," segir Einar Már. Hann telur að líkja megi verkefninu, upp að vissu marki, við gæfuríkt samstarf ljóðskáldsins Peters Ronald Brown og Jack Bruce úr Cream og einnig samstarf Roberts C. Hunter og hljómsveitarinnar Grateful Dead. Einar Már les upp nokkur ljóðanna á plötunni og fóru þær upptökur fram í dúfnakofa sem er í hljóðveri Gunnars Bjarna. Minnti stemningin þá félaga stundum á ljóðalestur Jims Morrison á plötu hans An American Prayer. „Þær veita manni hugarró. Maður var með þetta þegar maður var yngri," segir Gunnar Bjarni um dúfurnar og telur það fullkomlega eðlilegt að hafa kofann í hljóðverinu, enda spila dúfurnar sína rullu á plötunni. Nokkrum árum áður en Gunnar Bjarni kom að verkefninu var hann beðinn um að semja lag við ljóð úr ljóðabók Einars, Ég stytti mér leið fram hjá dauðanum. Þar með hófst samstarf þeirra tveggja. Eftir efnahagshrunið varð Einar Már mjög áberandi í fjölmiðlum. „Einar virtist vera alls staðar og þegar hann spurði hvort ég væri til í að koma í þetta verkefni sagði ég já. Þetta var mikil áskorun fyrir mig," segir Gunnar Bjarni og er ánægður með samstarfið. „Auðvitað þurfti ég að fíla ljóðin hans og eftir að ég kláraði þetta er ég búinn að átta mig á því að það er rosalega gott að hafa góð ljóð við lögin mín," segir hann og brosir. freyr@frettabladid.is Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira
Rithöfundurinn Einar Már Guðmundsson og gítarleikarinn Gunnar Bjarni Ragnarsson hafa snúið bökum saman og sent frá sér plötuna Sjaldgæfir fuglar. „Þetta er bara ekta pönk, að gera hlutina með stemninguna og sköpunarkraftinn að vopni," segir Einar Már. Hann hefur í félagi við Gunnar Bjarna Ragnarsson, gítarleikara Jet Black Joe, gefið út plötuna Sjaldgæfir fuglar. Þar spilar Gunnar Bjarni ásamt blússveitinni Johnny and the Rest, með Hrafnkel, son Einars Más innanborðs, lög við ljóð skáldsins. Flest lögin eru eftir Gunnar Bjarna, sem sá einnig um allar útsetningar. Vinnan við plötuna tók um það bil tvo mánuði og voru lögin spiluð af fingrum fram með gömlum hljóðfærum úr eigu gítarleikarans til þess að ná upp rétta andrúmsloftinu. Þrátt fyrir að samstarf þeirra Einars Más og Gunnars Bjarna sé harla óvenjulegt virðast þeir hafa smollið vel saman. „Ég vissi mjög vel af tónlist Gunnars. Þegar hann kom til liðs við mig fannst mér það gott val því ég hef alltaf fílað Jet Black Joe og hvað lögin þeirra hafa lifað tímans tönn," segir Einar Már. Hann telur að líkja megi verkefninu, upp að vissu marki, við gæfuríkt samstarf ljóðskáldsins Peters Ronald Brown og Jack Bruce úr Cream og einnig samstarf Roberts C. Hunter og hljómsveitarinnar Grateful Dead. Einar Már les upp nokkur ljóðanna á plötunni og fóru þær upptökur fram í dúfnakofa sem er í hljóðveri Gunnars Bjarna. Minnti stemningin þá félaga stundum á ljóðalestur Jims Morrison á plötu hans An American Prayer. „Þær veita manni hugarró. Maður var með þetta þegar maður var yngri," segir Gunnar Bjarni um dúfurnar og telur það fullkomlega eðlilegt að hafa kofann í hljóðverinu, enda spila dúfurnar sína rullu á plötunni. Nokkrum árum áður en Gunnar Bjarni kom að verkefninu var hann beðinn um að semja lag við ljóð úr ljóðabók Einars, Ég stytti mér leið fram hjá dauðanum. Þar með hófst samstarf þeirra tveggja. Eftir efnahagshrunið varð Einar Már mjög áberandi í fjölmiðlum. „Einar virtist vera alls staðar og þegar hann spurði hvort ég væri til í að koma í þetta verkefni sagði ég já. Þetta var mikil áskorun fyrir mig," segir Gunnar Bjarni og er ánægður með samstarfið. „Auðvitað þurfti ég að fíla ljóðin hans og eftir að ég kláraði þetta er ég búinn að átta mig á því að það er rosalega gott að hafa góð ljóð við lögin mín," segir hann og brosir. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira