EINAR MÁR OG GUNNAR BJARNI SNÚA BÖKUM SAMAN 7. nóvember 2009 06:00 einar már og gunnar bjarni Einar Már og Gunnar Bjarni hafa sent frá sér plötuna Sjaldgæfir fuglar.fréttablaðið/vilhelm Rithöfundurinn Einar Már Guðmundsson og gítarleikarinn Gunnar Bjarni Ragnarsson hafa snúið bökum saman og sent frá sér plötuna Sjaldgæfir fuglar. „Þetta er bara ekta pönk, að gera hlutina með stemninguna og sköpunarkraftinn að vopni," segir Einar Már. Hann hefur í félagi við Gunnar Bjarna Ragnarsson, gítarleikara Jet Black Joe, gefið út plötuna Sjaldgæfir fuglar. Þar spilar Gunnar Bjarni ásamt blússveitinni Johnny and the Rest, með Hrafnkel, son Einars Más innanborðs, lög við ljóð skáldsins. Flest lögin eru eftir Gunnar Bjarna, sem sá einnig um allar útsetningar. Vinnan við plötuna tók um það bil tvo mánuði og voru lögin spiluð af fingrum fram með gömlum hljóðfærum úr eigu gítarleikarans til þess að ná upp rétta andrúmsloftinu. Þrátt fyrir að samstarf þeirra Einars Más og Gunnars Bjarna sé harla óvenjulegt virðast þeir hafa smollið vel saman. „Ég vissi mjög vel af tónlist Gunnars. Þegar hann kom til liðs við mig fannst mér það gott val því ég hef alltaf fílað Jet Black Joe og hvað lögin þeirra hafa lifað tímans tönn," segir Einar Már. Hann telur að líkja megi verkefninu, upp að vissu marki, við gæfuríkt samstarf ljóðskáldsins Peters Ronald Brown og Jack Bruce úr Cream og einnig samstarf Roberts C. Hunter og hljómsveitarinnar Grateful Dead. Einar Már les upp nokkur ljóðanna á plötunni og fóru þær upptökur fram í dúfnakofa sem er í hljóðveri Gunnars Bjarna. Minnti stemningin þá félaga stundum á ljóðalestur Jims Morrison á plötu hans An American Prayer. „Þær veita manni hugarró. Maður var með þetta þegar maður var yngri," segir Gunnar Bjarni um dúfurnar og telur það fullkomlega eðlilegt að hafa kofann í hljóðverinu, enda spila dúfurnar sína rullu á plötunni. Nokkrum árum áður en Gunnar Bjarni kom að verkefninu var hann beðinn um að semja lag við ljóð úr ljóðabók Einars, Ég stytti mér leið fram hjá dauðanum. Þar með hófst samstarf þeirra tveggja. Eftir efnahagshrunið varð Einar Már mjög áberandi í fjölmiðlum. „Einar virtist vera alls staðar og þegar hann spurði hvort ég væri til í að koma í þetta verkefni sagði ég já. Þetta var mikil áskorun fyrir mig," segir Gunnar Bjarni og er ánægður með samstarfið. „Auðvitað þurfti ég að fíla ljóðin hans og eftir að ég kláraði þetta er ég búinn að átta mig á því að það er rosalega gott að hafa góð ljóð við lögin mín," segir hann og brosir. freyr@frettabladid.is Mest lesið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira
Rithöfundurinn Einar Már Guðmundsson og gítarleikarinn Gunnar Bjarni Ragnarsson hafa snúið bökum saman og sent frá sér plötuna Sjaldgæfir fuglar. „Þetta er bara ekta pönk, að gera hlutina með stemninguna og sköpunarkraftinn að vopni," segir Einar Már. Hann hefur í félagi við Gunnar Bjarna Ragnarsson, gítarleikara Jet Black Joe, gefið út plötuna Sjaldgæfir fuglar. Þar spilar Gunnar Bjarni ásamt blússveitinni Johnny and the Rest, með Hrafnkel, son Einars Más innanborðs, lög við ljóð skáldsins. Flest lögin eru eftir Gunnar Bjarna, sem sá einnig um allar útsetningar. Vinnan við plötuna tók um það bil tvo mánuði og voru lögin spiluð af fingrum fram með gömlum hljóðfærum úr eigu gítarleikarans til þess að ná upp rétta andrúmsloftinu. Þrátt fyrir að samstarf þeirra Einars Más og Gunnars Bjarna sé harla óvenjulegt virðast þeir hafa smollið vel saman. „Ég vissi mjög vel af tónlist Gunnars. Þegar hann kom til liðs við mig fannst mér það gott val því ég hef alltaf fílað Jet Black Joe og hvað lögin þeirra hafa lifað tímans tönn," segir Einar Már. Hann telur að líkja megi verkefninu, upp að vissu marki, við gæfuríkt samstarf ljóðskáldsins Peters Ronald Brown og Jack Bruce úr Cream og einnig samstarf Roberts C. Hunter og hljómsveitarinnar Grateful Dead. Einar Már les upp nokkur ljóðanna á plötunni og fóru þær upptökur fram í dúfnakofa sem er í hljóðveri Gunnars Bjarna. Minnti stemningin þá félaga stundum á ljóðalestur Jims Morrison á plötu hans An American Prayer. „Þær veita manni hugarró. Maður var með þetta þegar maður var yngri," segir Gunnar Bjarni um dúfurnar og telur það fullkomlega eðlilegt að hafa kofann í hljóðverinu, enda spila dúfurnar sína rullu á plötunni. Nokkrum árum áður en Gunnar Bjarni kom að verkefninu var hann beðinn um að semja lag við ljóð úr ljóðabók Einars, Ég stytti mér leið fram hjá dauðanum. Þar með hófst samstarf þeirra tveggja. Eftir efnahagshrunið varð Einar Már mjög áberandi í fjölmiðlum. „Einar virtist vera alls staðar og þegar hann spurði hvort ég væri til í að koma í þetta verkefni sagði ég já. Þetta var mikil áskorun fyrir mig," segir Gunnar Bjarni og er ánægður með samstarfið. „Auðvitað þurfti ég að fíla ljóðin hans og eftir að ég kláraði þetta er ég búinn að átta mig á því að það er rosalega gott að hafa góð ljóð við lögin mín," segir hann og brosir. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira