Enski boltinn

Liverpool var eitt á toppnum í 33 ár

Gary Neville og Ryan Giggs fagna enn einum titlinum með United
Gary Neville og Ryan Giggs fagna enn einum titlinum með United AFP

Manchester United hefur nú jafnað Liverpool eftir að hafa landað átjánda meistaratitlinum í sögu félagsins. Liverpool hafði eitt og sér verið sigursælasta félagið í sögu enska boltans frá því árið 1976.

Það var Arsenal sem á undan Liverpool gat státað af því að vera sigursælasta liðið í ensku knattspyrnunni, en árið 1973 jafnaði Liverpool árangur Arsenal með því að vinna sinn áttunda meistaratitil.

Árið 1976 vann Liverpool sinn níunda titil og hefur síðan verið sigursælasta liðið á Englandi þangaði til United jafnaði árangurinn á dögunum.

Það er til marks um yfirburði Manchester United á síðari árum að þegar úrvalsdeildin var stofnuð leiktíðina 1992-93 var United aðeins búið að vinna sjö meistaratitla og var því fyrir aftan Arsenal á listanum yfir flesta meistaratitla.

Þá hefðu líklega fáir þorað að vona að United ætti eftir að vinna ellefu titla á sautján árum og komast upp að hlið Liverpool.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×