Enski boltinn

Roman Abramovich tókst ekki að komast á toppinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Roman Abramovich, eigandi Chelsea.
Roman Abramovich, eigandi Chelsea. Mynd/AFP

Roman Abramovich, eigandi Chelsea, var ekki að fylgjast með sínum mönnum vinna Stoke í ensku úrvalsdeildinni um helgina því hann var í ævintýraferð í Afríku þar sem hann gerði tilraun til þess að komast á topp Kilimanjaro, hæsta fjalls Afríku.

Abramovich og ferðafélagar hans urðu þó frá að hverfa en fyrstu fréttir voru að Abramovich hefði hnigið niður í 4000 metra hæð en Chelsea hefur borið þær fréttir til baka. Það er talið að um 18 þúsund manns gangi á Kilimanjaro á ári hverju en fjallið er 5895 metra hátt og staðsett í norðurhluta Tansaníu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×