Enski boltinn

Cisse spenntur fyrir Spurs

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Djibril Cisse.
Djibril Cisse. Nordic Photos/Getty Images

Franski framherjinn Djibril Cisse segist vera spenntur fyrir því að ganga í raðir Tottenham í sumar. Hann var í láni hjá Sunderland síðasta vetur en er farinn aftur til Marseille þar sem Sunderland vildi ekki halda honum.

Cisse hefur ekki farið leynt með að hann vill spila áfram á Englandi og segist vera spenntur fyrir því að prófa að vera í London.

„Já, ég yrði mjög spenntur fyrir því að spila með Spurs ef ég fengi tækifæri til þess," sagði Cisse.

„Þetta er gott lið, flottur völlur og góð stemning. Það er ekkert í hendi heldur er málið aðeins á viðræðustigi sem stendur," sagði Cisse sem segist einnig vera spenntur fyrir því að vinna með Harry Redknapp, stjóra Spurs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×