Ótrúleg aðsókn á Bjarnfreðarson og Avatar 29. desember 2009 04:00 Mögnuð barátta Bjarnfreðarson með Ólaf Ragnar fremstan í flokki átti í harðri baráttu við velsmurða Hollywood-vél James Cameron og kvikmyndar hans, Avatar, um jólahelgina. Alls komu ellefu þúsund á Bjarnfreðarson sem Ragnar Bragason leikstýrir um helgina en níu þúsund á Avatar. Þjóðin eyddi rúmlega 35 milljónum í bíómiða um jólahelgina og elstu menn í íslenska bíóbransanum muna ekki eftir annarri eins aðsókn. Íslendingar borguðu 25 milljónir í aðgangseyrir um jólahelgina á aðeins tvær myndir. Annars vegar komu níu þúsund manns á Hollywood-stórmynd James Cameron, Avatar og hins vegar mættu ellefu þúsund manns á íslensku kvikmyndina Bjarnfreðarson sem byggir á Vaktarseríunum um þá Georg, Daníel og Ólaf Ragnar. Elstu menn í bíóbransanum á Íslandi muna ekki eftir annarri eins aðsókn um jólahelgi sem stóð aðeins yfir í tvo daga. Rúmlega 27 þúsund bíómiðar voru keyptir en það þýðir rúmlega þrjátíu og fimm milljónir í miðasölu. Hafi hver gestur síðan keypt sér miðstærð af poppi og kók, en slíkur dúett kostar að meðaltali 620 krónur, þá eyddi þjóðin rúmlega sextán milljónum í slíkan varning á þessum tveimur dögum. Heildartalan nálgast því rúmlega 50 milljónir sem þjóðin greiddi fyrir í kvikmyndahúsum landsins á aðeins tveim dögum. Sigurður Victor Chelbat hjá Sambíóunum, sem dreifir Bjarnfreðarson, segir þetta vera ótrúlegar tölur. „Með forsýningu og frumsýningu hafa í kringum fjórtán þúsund manns séð myndina sem er náttúrlega frábært,“ útskýrir Sigurður Victor en mikil stemning myndaðist fyrir utan miðasölu Sambíóanna og menn reyttu af sér kunnuglega frasa sjónvarpsþáttanna við fólkið í afgreiðslunni. Sem stendur er Mýrin, stórmynd Baltasars Kormáks, vinsælasta íslenska myndin síðan mælingar hófust en rúmlega 83 þúsund manns sáu hana fyrir tveimur árum. Sigurður Victor neitar því ekki að í ljósi þessara miklu aðsóknar og góðra dóma sem myndin hefur fengið í fjölmiðlum sé ekkert óraunhæft að horfa til mets Mýrarinnar. „Nei, nei, það þýðir ekkert annað.“ Guðmundur Breiðfjörð, markaðsstjóri Senu sem hefur stórmyndina Avatar á sinni könnu, segir aðsóknina lyginni líkast. „Á sjö dögum hafa rúmlega þrjátíu þúsund manns séð hana og um þessa jólahelgi, sem er jú aðeins tveir dagar, sáu níu þúsund gestir Avatar. Sem er auðvitað ótrúlegt.“ Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira
Íslendingar borguðu 25 milljónir í aðgangseyrir um jólahelgina á aðeins tvær myndir. Annars vegar komu níu þúsund manns á Hollywood-stórmynd James Cameron, Avatar og hins vegar mættu ellefu þúsund manns á íslensku kvikmyndina Bjarnfreðarson sem byggir á Vaktarseríunum um þá Georg, Daníel og Ólaf Ragnar. Elstu menn í bíóbransanum á Íslandi muna ekki eftir annarri eins aðsókn um jólahelgi sem stóð aðeins yfir í tvo daga. Rúmlega 27 þúsund bíómiðar voru keyptir en það þýðir rúmlega þrjátíu og fimm milljónir í miðasölu. Hafi hver gestur síðan keypt sér miðstærð af poppi og kók, en slíkur dúett kostar að meðaltali 620 krónur, þá eyddi þjóðin rúmlega sextán milljónum í slíkan varning á þessum tveimur dögum. Heildartalan nálgast því rúmlega 50 milljónir sem þjóðin greiddi fyrir í kvikmyndahúsum landsins á aðeins tveim dögum. Sigurður Victor Chelbat hjá Sambíóunum, sem dreifir Bjarnfreðarson, segir þetta vera ótrúlegar tölur. „Með forsýningu og frumsýningu hafa í kringum fjórtán þúsund manns séð myndina sem er náttúrlega frábært,“ útskýrir Sigurður Victor en mikil stemning myndaðist fyrir utan miðasölu Sambíóanna og menn reyttu af sér kunnuglega frasa sjónvarpsþáttanna við fólkið í afgreiðslunni. Sem stendur er Mýrin, stórmynd Baltasars Kormáks, vinsælasta íslenska myndin síðan mælingar hófust en rúmlega 83 þúsund manns sáu hana fyrir tveimur árum. Sigurður Victor neitar því ekki að í ljósi þessara miklu aðsóknar og góðra dóma sem myndin hefur fengið í fjölmiðlum sé ekkert óraunhæft að horfa til mets Mýrarinnar. „Nei, nei, það þýðir ekkert annað.“ Guðmundur Breiðfjörð, markaðsstjóri Senu sem hefur stórmyndina Avatar á sinni könnu, segir aðsóknina lyginni líkast. „Á sjö dögum hafa rúmlega þrjátíu þúsund manns séð hana og um þessa jólahelgi, sem er jú aðeins tveir dagar, sáu níu þúsund gestir Avatar. Sem er auðvitað ótrúlegt.“
Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira