Ótrúleg aðsókn á Bjarnfreðarson og Avatar 29. desember 2009 04:00 Mögnuð barátta Bjarnfreðarson með Ólaf Ragnar fremstan í flokki átti í harðri baráttu við velsmurða Hollywood-vél James Cameron og kvikmyndar hans, Avatar, um jólahelgina. Alls komu ellefu þúsund á Bjarnfreðarson sem Ragnar Bragason leikstýrir um helgina en níu þúsund á Avatar. Þjóðin eyddi rúmlega 35 milljónum í bíómiða um jólahelgina og elstu menn í íslenska bíóbransanum muna ekki eftir annarri eins aðsókn. Íslendingar borguðu 25 milljónir í aðgangseyrir um jólahelgina á aðeins tvær myndir. Annars vegar komu níu þúsund manns á Hollywood-stórmynd James Cameron, Avatar og hins vegar mættu ellefu þúsund manns á íslensku kvikmyndina Bjarnfreðarson sem byggir á Vaktarseríunum um þá Georg, Daníel og Ólaf Ragnar. Elstu menn í bíóbransanum á Íslandi muna ekki eftir annarri eins aðsókn um jólahelgi sem stóð aðeins yfir í tvo daga. Rúmlega 27 þúsund bíómiðar voru keyptir en það þýðir rúmlega þrjátíu og fimm milljónir í miðasölu. Hafi hver gestur síðan keypt sér miðstærð af poppi og kók, en slíkur dúett kostar að meðaltali 620 krónur, þá eyddi þjóðin rúmlega sextán milljónum í slíkan varning á þessum tveimur dögum. Heildartalan nálgast því rúmlega 50 milljónir sem þjóðin greiddi fyrir í kvikmyndahúsum landsins á aðeins tveim dögum. Sigurður Victor Chelbat hjá Sambíóunum, sem dreifir Bjarnfreðarson, segir þetta vera ótrúlegar tölur. „Með forsýningu og frumsýningu hafa í kringum fjórtán þúsund manns séð myndina sem er náttúrlega frábært,“ útskýrir Sigurður Victor en mikil stemning myndaðist fyrir utan miðasölu Sambíóanna og menn reyttu af sér kunnuglega frasa sjónvarpsþáttanna við fólkið í afgreiðslunni. Sem stendur er Mýrin, stórmynd Baltasars Kormáks, vinsælasta íslenska myndin síðan mælingar hófust en rúmlega 83 þúsund manns sáu hana fyrir tveimur árum. Sigurður Victor neitar því ekki að í ljósi þessara miklu aðsóknar og góðra dóma sem myndin hefur fengið í fjölmiðlum sé ekkert óraunhæft að horfa til mets Mýrarinnar. „Nei, nei, það þýðir ekkert annað.“ Guðmundur Breiðfjörð, markaðsstjóri Senu sem hefur stórmyndina Avatar á sinni könnu, segir aðsóknina lyginni líkast. „Á sjö dögum hafa rúmlega þrjátíu þúsund manns séð hana og um þessa jólahelgi, sem er jú aðeins tveir dagar, sáu níu þúsund gestir Avatar. Sem er auðvitað ótrúlegt.“ Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
Íslendingar borguðu 25 milljónir í aðgangseyrir um jólahelgina á aðeins tvær myndir. Annars vegar komu níu þúsund manns á Hollywood-stórmynd James Cameron, Avatar og hins vegar mættu ellefu þúsund manns á íslensku kvikmyndina Bjarnfreðarson sem byggir á Vaktarseríunum um þá Georg, Daníel og Ólaf Ragnar. Elstu menn í bíóbransanum á Íslandi muna ekki eftir annarri eins aðsókn um jólahelgi sem stóð aðeins yfir í tvo daga. Rúmlega 27 þúsund bíómiðar voru keyptir en það þýðir rúmlega þrjátíu og fimm milljónir í miðasölu. Hafi hver gestur síðan keypt sér miðstærð af poppi og kók, en slíkur dúett kostar að meðaltali 620 krónur, þá eyddi þjóðin rúmlega sextán milljónum í slíkan varning á þessum tveimur dögum. Heildartalan nálgast því rúmlega 50 milljónir sem þjóðin greiddi fyrir í kvikmyndahúsum landsins á aðeins tveim dögum. Sigurður Victor Chelbat hjá Sambíóunum, sem dreifir Bjarnfreðarson, segir þetta vera ótrúlegar tölur. „Með forsýningu og frumsýningu hafa í kringum fjórtán þúsund manns séð myndina sem er náttúrlega frábært,“ útskýrir Sigurður Victor en mikil stemning myndaðist fyrir utan miðasölu Sambíóanna og menn reyttu af sér kunnuglega frasa sjónvarpsþáttanna við fólkið í afgreiðslunni. Sem stendur er Mýrin, stórmynd Baltasars Kormáks, vinsælasta íslenska myndin síðan mælingar hófust en rúmlega 83 þúsund manns sáu hana fyrir tveimur árum. Sigurður Victor neitar því ekki að í ljósi þessara miklu aðsóknar og góðra dóma sem myndin hefur fengið í fjölmiðlum sé ekkert óraunhæft að horfa til mets Mýrarinnar. „Nei, nei, það þýðir ekkert annað.“ Guðmundur Breiðfjörð, markaðsstjóri Senu sem hefur stórmyndina Avatar á sinni könnu, segir aðsóknina lyginni líkast. „Á sjö dögum hafa rúmlega þrjátíu þúsund manns séð hana og um þessa jólahelgi, sem er jú aðeins tveir dagar, sáu níu þúsund gestir Avatar. Sem er auðvitað ótrúlegt.“
Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira