Enski boltinn

Wenger opinn fyrir því að lána Wilshere til Burnley

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jack Wilshere í leik með Arsenal í deildarbikarnum.
Jack Wilshere í leik með Arsenal í deildarbikarnum. Mynd/AFP

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur sagt það að hann sé opinn fyrir því að lána hinn stórefnilega miðjumann Jack Wilshere til Burnley eftir áramót. Þessi 21 árs landsliðsmaður Englendinga hefur aðeins spilað sex leiki með Arsenal á tímabilinu.

„Það er möguleiki á því að lána en með einu skilyrði - hann verður að fá að spila," sagði Wenger.

„Wilshere þarf að spila leiki og Burnley er gott lið sem ég ber virðingu fyrir. Þeir spila góðan fótbolta en það er algjört lykilatriði að Jack sé tilbúinn í þetta sjálfur," sagði Wenger.

Jack Wilshere stóð sig mjög vel á undirbúningstímabilinu og skoraði meðal annars tvennu í 3-0 sigri Arsenal á Rangers í Emirates-bikarnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×