Enski boltinn

Robinho baðst undan því að spila með City - leikur Brasilíu mikilvægari

Ómar Þorgeirsson skrifar
Robinho.
Robinho. Nordic photos/AFP

Það vakti athygli margra á dögunum þegar að Brasilíumaðurinn Robinho var á varamannabekk Manchester City gegn Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni en þessi launahæsti leikmaður deildarinnar hefur nú útskýrt af hverju hann var ekki á sínum stað í byrjunarliðinu.

Robinho virðist í það minnsta vera með forgangsröðina hjá sér á tæru.

„Ég baðst undan því að spila með City þar sem ég var með smá verk í kálfanum auk þess sem stutt er í að leik Brasilíu og Argentínu í undankeppni HM 2010 og sá leikur er mikilvægari.

Þetta eru alltaf stórleikir þegar þjóðirnar mætast og maður villl alls ekki tapa þessum leikjum," segir Robinho í viðtali við Daily Express.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×