Enski boltinn

Svissnesk björgun á Southampton

Elvar Geir Magnússon skrifar
Bradley Wright-Phillips, leikmaður Southampton.
Bradley Wright-Phillips, leikmaður Southampton.

Southampton hefur verið bjargað frá greiðslustöðvun en svissneski viðskiptajöfurinn Markus Liebherr hefur tekið yfir félagið. Óvissa hefur ríkt um framtíð þess síðustu þrjá mánuði.

Liebherr heillaðist af mörgu í kringum Southampton sem er í C-deild enska boltans. Liðið hefur flottan heimavöll, frábært æfingasvæði og stóran og góðan hóp stuðningsmenn.

Stuðningsmenn Southampton vonast til að Liebherr muni hjálpa félaginu að klífa upp um deildir á ný.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×