Enski boltinn

Úlfarnir halda áfram að versla

Elvar Geir Magnússon skrifar
Ronald Zubar.
Ronald Zubar.

Wolves heldur áfram að styrkja sig fyrir komandi tímabil í ensku úrvalsdeildinni. Ronald Zubar varð í dag sjötti leikmaðurinn sem Úlfarnir fá til sín í sumar en hann er 23 ára varnarmaður sem kemur frá Marseille.

Mick McCarthy, knattspyrnustjóri Wolves, segist mjög spenntur fyrir leikmanninum en hann er ekki hættur að styrkja varnarlínu sína. Bobo Balde, fyrrum varnarmaður Celtic, gæti gengið til liðs við félagið en hann er samningslaus sem stendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×