Enski boltinn

Ince tekinn aftur við MK Dons

Elvar Geir Magnússon skrifar
Nordic Photos/Getty Images
Nordic Photos/Getty Images

Paul Ince er orðinn knattspyrnustjóri MK Dons að nýju en liðið leikur í C-deild enska boltans. Hann tekur við af Roberto Di Matteo sem er kominn til West Bromwich Albion.

Ince yfirgaf MK Dons til að taka við úrvalsdeildarliðinu Blackburn fyrir einu ári. Hann náði aðeins þremur sigrum í 17 leikjum áður en hann var rekinn frá Blackburn í desember síðastliðnum.

Ince tók fyrst við MK Dons 2007 og stýrði liðinu til sigurs í ensku D-deildinni það tímabil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×