Fótbolti

Drogba spáir góðu HM

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Didier Drogba.
Didier Drogba.

Didier Drogba hefur fulla trú á því að HM í Suður-Afríku næsta sumar verði afar vel heppnað. Drogba er sem stendur í fríi í landinu.

Margir óttast að HM muni ekki standa undir væntingum og að Suður-Afríkumenn verði í vandræðum með skipulag keppninnar. Drogba er ekki einn af þeim.

„Ég held að þetta verði bara eins og aðrar heimsmeistarakeppnir en jafnvel aðeins meira því öll álfan mun standa við bakið á Suður-Afríkumönnum," sagði Drogba.

„Hlutirnir eru ekki eins slæmir og sumir fjölmiðlar segja. Fólkið hérna er frábært og þau vilja gefa heiminum frábæra heimsmeistarakeppni. Fólkið getur hreinlega ekki beðið eftir keppninni."

Drogba segist annars vera að njóta sín í fríinu og er ekkert að hugsa um Chelsea eða hugsanleg vistaskipti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×