Innlent

Jóhanna taki við af Ingibjörgu - útilokar ekki framboð til formanns

Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins, segir að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir eigi að víkja sem formaður Samfylkingarinnar og kveðst styðja Jóhönnu Sigurðardóttur til að taka við. Ef Ingibjörg víki ekki fyrir Jóhönnu kveðst Jón Baldvin reiðubúinn að bjóða sig fram sjálfur til forystu í flokknum. Þetta kom fram á fundi sem Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur, Samfylkingarfélag, hélt í Rúgbrauðsgerðinni við Skúlagötu í dag.

Þar gagnrýndi Jón Baldvin forystu Sjálfstæðisflokksins harðlega. Flokkurinn hefði byggt upp rotið og spillt valdakerfi og skilið samfélagið eftir sem brunarústir. Samfylkingin þyrfti hins vegar einnig að líta í eigin barm. Hún þyrfti að gera sömu kröfu til sjálfrar sín og hún gerði til annarra um að axla ábyrgð. Forysta Samfylkingarinnar hefði brugðist og ekki staðið vaktina. Því bæri formanni flokksins að víkja.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×