Diaby færði United sigur á silfurfati Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. ágúst 2009 18:03 Van Persie reynir að stappa stálinu í Diaby eftir að hann hafði skorað skrautlegt sjálfsmark. Ferðalagið hjá Abou Diaby frá Manchester til London á eftir að verða langt. Glórulaust sjálfsmark leikmannsins á Old Trafford í dag færði Man. Utd 2-1 sigur á Arsenal í skemmtilegum leik. Andrey Arshavin kom Arsenal yfir með stórkostlegu marki í fyrri hálfleik. Skaut nánast í kyrrstöðu, firnaföstu skoti efst í nærhornið. Ben Foster var þrátt fyrir það ekki vel staðsettur og hefði hugsanlega átt að gera betur. Skotið engu að síður glæsilegt. Arsenal var sprækara liðið lengstum og byrjaði síðari hálfleikinn með miklum látum. Sóknarleikur liðsins augnakonfekt og annað mark þeirra lá í loftinu. Þá braut Almunia markvörður á Rooney og United átti möguleika að komast aftur inn í leikinn. Rooney tók vítið sjálfur og skoraði örugglega úr því. Ekki löngu síðar átti United ágæta sókn, sending af kantinum í teiginn sem fann aðeins Abou Diaby, leikmann Arsenal. Hann var einn, ekki undir neinni pressu og gat í raun gert allt sem hann vildi. Hann tók þá stórfurðulegu ákvörðun að stanga boltann í eigið mark. Óskiljanlegt með öllu en leikmenn United fögnuðu þvi eðlilega að vera komnir yfir. Diaby gat bætt fyrir mistökin skömmu síðar er hann komst einn í gegnum vörn United en skot hans fór fram hjá markinu. Sóknarlotur Arsenal urðu veikari eftir þetta. Berbatov og Nani hefðu getað bætt við mörkum fyrir United í uppbótartíma en báðir voru klaufar að skora ekki. Fimm mínútum var bætt við leikinn og þegar uppbótartíminn var rúmlega búinn skoraði Van Persie. Markið var dæmt af vegna rangstöðu. Arsene Wenger varð brjálaður á hliðarlínunni og var vísað af velli. Skrautlegur endir á skrautlegum leik. Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Sjá meira
Ferðalagið hjá Abou Diaby frá Manchester til London á eftir að verða langt. Glórulaust sjálfsmark leikmannsins á Old Trafford í dag færði Man. Utd 2-1 sigur á Arsenal í skemmtilegum leik. Andrey Arshavin kom Arsenal yfir með stórkostlegu marki í fyrri hálfleik. Skaut nánast í kyrrstöðu, firnaföstu skoti efst í nærhornið. Ben Foster var þrátt fyrir það ekki vel staðsettur og hefði hugsanlega átt að gera betur. Skotið engu að síður glæsilegt. Arsenal var sprækara liðið lengstum og byrjaði síðari hálfleikinn með miklum látum. Sóknarleikur liðsins augnakonfekt og annað mark þeirra lá í loftinu. Þá braut Almunia markvörður á Rooney og United átti möguleika að komast aftur inn í leikinn. Rooney tók vítið sjálfur og skoraði örugglega úr því. Ekki löngu síðar átti United ágæta sókn, sending af kantinum í teiginn sem fann aðeins Abou Diaby, leikmann Arsenal. Hann var einn, ekki undir neinni pressu og gat í raun gert allt sem hann vildi. Hann tók þá stórfurðulegu ákvörðun að stanga boltann í eigið mark. Óskiljanlegt með öllu en leikmenn United fögnuðu þvi eðlilega að vera komnir yfir. Diaby gat bætt fyrir mistökin skömmu síðar er hann komst einn í gegnum vörn United en skot hans fór fram hjá markinu. Sóknarlotur Arsenal urðu veikari eftir þetta. Berbatov og Nani hefðu getað bætt við mörkum fyrir United í uppbótartíma en báðir voru klaufar að skora ekki. Fimm mínútum var bætt við leikinn og þegar uppbótartíminn var rúmlega búinn skoraði Van Persie. Markið var dæmt af vegna rangstöðu. Arsene Wenger varð brjálaður á hliðarlínunni og var vísað af velli. Skrautlegur endir á skrautlegum leik.
Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Sjá meira