Enski boltinn

Evra: Pabbi horfði ekki á sjónvarp

AFP

Franski bakvörðurinn Patrice Evra hjá Manchester United á hvorki meira né minna en 24 systkini.

Evra er fæddur í Dakar í Senegal en fluttist til Brussel þegar hann var sex ára og flutti fljótlega til Frakklands þar sem hann ólst upp.

Hann var spurður út í systkinafjöldann í nýlegu viðtali við breska blaðið Sun.

"Systkini mín eiga ekki öll sömu móður, það get ég sagt ykkur. Hann pabbi minn horfði aldrei á sjónvarp," sagði Evra, sem áður lék með Mónakó í Frakklandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×